Hérna í Cork er allt við það sama ég jóga og vinn og les í sjónvarpsleysinu. Hef ekkert farið út að hlaupa en það á vonandi eftir að breytast til batnaðar. Ég fór í sun salutation workshop á sunnudaginn, jóga í 2 1/2 tíma og ég er enn með magnaðar harðsperrur.
Það er búið að rigna nokkuð mikið seinustu tvo daga en sem betur fer ekki á morgnana þegar ég er að labba í vinnuna svo ég er meira en sátt.
Ég fór aðeins út á lífið með vinnufélögunum á föstudaginn en var ekki lengi, aðallega vegna blankheita, Ísland og Írland eiga það nefnilega sameiginlegt að það er barasta allt frekar dýrt á báðum stöðum.
Ég hamast áfram við að greina bein og skrifa skýrslur í vinnunni. Ég er aljgörlega búin að tapa tölunni á skýrslunum sem ég er búin að skrifa hérna.
Næsta helgi er löng, frí á mánudaginn. Ég er að hugsa um að gera mér ferð í dýragarðinn sem er hér í næsta bæ ef veðrið verður gott.
Ég er búin að kaupa flugmiða heim frá London 20. desember, ætla að reyna að fara til London 19. desember til að geta skoðað mig aðeins um þar, helst kíkja í Tate safnið og sjúga í mig smá menningu.