Friday, July 29, 2005

Ég fann annað brot úr altarissteininum sem ég fann í fyrra. Ég er ekki komin með íbúð í NY en kannski komin með herbergisfélaga sem heitir Erika og er frá Texas og er líka í CUNY. Ég verð í bænum um helgina. Fer að verða seinasti séns að hitt á mig áður en ég fer til The Big Apple.
Ég fann líka flott kertahald úr bronsi í dag og það er brjálað að gera því það er svo mikið af ferðafólki sem kemur að skoða uppgröftinn.
Við héldum grillveislu í gær í Vallaskógi sem er rosalega flottur. Við borðuðum birki og blóðbergskryddað lambalæri, drukkum bjór og sungum lög við eld. Ég var í nýju flottu lopapeysunni minni og hafði það gott.

Wednesday, July 20, 2005

Vondar fréttir og góðar fréttir.
Það er búið að skipa karl í stað einu konunnar í Hæstarétti Bandaríkjann, ekki alveg nógu gott.

og góð frétt
Af mbl.is Erlent mbl.is 20.7.2005 17:04
Fyrsta konan ráðin stjórnandi stórrar sinfóníuhljómsveitar
Fyrsta konan hefur verið ráðin aðalstjórnandi stórrar bandarískrar sinfóníuhljómsveitar þrátt fyrir mikla andstöðu hljóðfæraleikaranna. Stjórn sinfóníuhljómsveitarinnar í Baltimore samþykkti á fundi sínum í dag, með miklum meirihluta atkvæða, að ráða Marin Alsop sem aðalstjórnanda sinfóníunnar, að því er fram kemur í frétt BBC.
Hljóðfæraleikararnir tóku fréttunum með þögn en þeir voru á æfingu þegar tilkynnt var um ráðninguna.
Alsop er nú aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Bournemouth í Bretlandi. Ráðning hennar sem stjórnanda einnar virtustu sinfóníuhljómsveitar í heimi þykir marka tímamót því fram að þessu hafa einungis karlmenn gegnt slíkum stöðum.
Þegar ljóst var að hún yrði ráðin sendu hljóðfæraleikararnir frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að „mikill meirihluti“ þeirra vildi að áfram yrði leitað að öðrum stjórnanda.
Yuri Temirkanov er núverandi stjórnandi sinfóníunnar í Baltimore en hann lætur af störfum eftir tímabilið 2006-2007.

Annars er ég kannski búin að fnna mér íbúð, upplýsingar má finna á nýja ameríska blogginu mínu albinany.blogspot.com.

Monday, July 18, 2005

Það rigndi í dag. Ég er loksins komin með nýjan hringitón í símann minn, Son of a Preacherman, það var svona það skásta sem ég fann, ekki gott úrval. Lögin eru annað hvort rosalega leiðinleg eða koma hræðilega ill út sem hringitónar.
Ég hef miklar áhyggjur íbúðamálum í New York. Lín úthlutar mér alveg heilum 1565$ á mánuði til að lifa á í New York þar sem er afar erfitt að fá þokkalega íbúð fyrir minna en 1000$ á mánuði jafnvel þó maður leigi með einhverjum, gott gott.

Saturday, July 02, 2005

Ég var að sjá frétt á ruv.is um könnun Gallup um afstöðu til erfðabreyttra matvæla. Ég tók þátt í henni. Vei, ég er fræg nema að þetta var nafnlaust. Alltaf er maður að tapa.
Ég gleymdi líka að segja áðan að það lak aftur skolp í kjallaranum af því að það var ekki búið að gera við eftir fyrri lekan. Jibbí.
Vill einhver hjálpa mér að velja hringitón á síman minn? Úrvalið er of mikið og allar uppástungur eru vel þegnar.
Annars er það helst í fréttum að ég var að klára að lesa bók um lífið fátækrahverfum Glasgow sem heitir Finding Peggy eftir Meg Henderson. Skemmtileg og fróðleg bók og mér fannst fyndið að ekki bara er minnst á fornleifafræði í henni, heldur líka á Rowardennan þar sem ég dvaldist nýverið í Skotlandi heldur kemur Ísland líka fyrir. Svona eru bækur nú oft skemmtilegar.
Ég kláraði líka Skugga-Baldur eftir Sjón í morgun. Mæli með henni við alla sem hafa gaman af góðum og skrítnum bókum. Bókin er mjög stutt og sagan einföld en kemur samt á óvart og opnar nýjan heim. Já bækur eru góðar.