Frábært viðtal við Björk á Pitchfork. Ég er að fara á tónleikana hennar í Radio City Music Hall 2. maí og er gasalega spennt. Fyrst fer ég þó til Austin á ráðstefnu bandarískra fornleifafræðinga. Ég er líka mjög spennt fyrir því.
Það er búið að vera mjög heitt hér undanfarna daga, ég fór í sólbað í Central Park á sunnudaginn og sólbrann smá. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að kaupa sólvörn en hana er afar erfitt að finna í verslunum hér. Ég verð þó að redda mér einhverju áður en ég fer til Austin á morgun.
Tuesday, April 24, 2007
Sunday, April 15, 2007

Það er búið að vera svolítið einmanalegt hjá mér síðan Hildur fór en nóg að gera. Það er víst voðalega vont veður úti núna svo ég er ekkert að fara út, það er búið að hellirigna síðan í gærkvöldi og allir gluggar verða að vera lokaðir annars rignir bara inn.
Annars er markmið dagsins að klára bandarísku skattskýrsluna mína. Ég held að einn helsti kosturinn við að búa í tveimur löndum er að fá að gera tvær skattskýrslur, það er jú fátt skemmtilegra!
Monday, April 09, 2007


Á sunnudaginn fórum við á PS1 sem er samtímalistasafn og þar var magnað listaverk eftir íslensku listakonuna Katrínu Sigurðardóttur. Það voru tveir stigar í herbergi og maður þurfti að klifra upp og stinga hausnum upp um lítið gat og þá var maður kominn inn í íslenskt landslag, alveg stórkostlegt. Hér má sjá Quin vinkonu mína komna til Íslands, rosa ánægð. Á eftir fórum við svo út að borða á voða fínan grískan veitingastað. Í dag fórum við í Guggenheim og fórum svo í Dumbo hverfið í Brooklyn að borða bestu pítsu í New York.
Sem sagt heilt á litið erum við búnar að þramma um allt, vera gífurlega menningarlega og skemmta okkur vel.
Ég var svo heppin að fá með Hildi tvö páskaegg, málshátturinn frá mömmu var "Betri er bið en bráðræði" og frá ömmu og afa "Hlynntu að frækorni viðkvæmninnar og mun það bera blómlega ávexti góðgerðarseminnar". Ef einhver vill segja mér hvernig best sé að heimfæra þessi ráð upp á mitt daglega líf þá er það vel þegið. Ég fékk líka sendingu frá Láru sem var að koma frá Kína, innsiglisstaut með nafninu mínu á kínversku og voðalega fín snyrtiveski. Ég fékk líka Sölku Völku frá mömmu svo þetta voru svona eins og litlu jólin hjá mér.
Subscribe to:
Posts (Atom)