Monday, June 23, 2008
Það er gaman á Íslandi í góðu veðri. Ég er búin að vera dugleg að fara í sund þrátt fyrir að vera illa stödd í sundfatamálum, ég held ég eigi 3 ljótasta sundbol á Íslandi sem betur fer eru bæði mamma og Varði í nýjum sundfötum svo við erum ekki öll eins og sundniðursetningar. Ég er líka strax orðin brún. Sólbrann á 17. júní enda gekk ég nánast frá einum enda borgarinnar til annars. Mér fannst annars lítið til hátíðarhaldanna koma ekki mikið að gera fyrir þá sem eru eldri en tvævetur. Við römbuðum þó inn á ágæta tríó-tónleika í Ráðhúsinu þar sem ung tónlistarfólk spilaði meðal annars verk eftir Jón Leifs. Ég var líka boðin í yndislegt vöfflukaffi hjá Hildi í Faxaskjólinu. Sjá meðfylgjandi myndir.
Í gær fór ég með ömmu og afa í Viðey en eins og fróðir menn vita er ég undan Skúla fógeta í móður-móður ætt svo segja má að Viðey sé mitt ættarsetur. Þar sáum við afi æðarkollu á hreiðri og hún kippti sér ekki upp við það þó við gengjum rétt framhjá henni.
Friday, June 13, 2008
Það er gott að vera komin heim i heiðardalinn eða upp á heiðina hérna í Breiðholtinu. Þegar ég kom heim í kvöld beið auglýsing frá Zídon sól í póstkassanum og að sjálfsögðu var hún bæði á íslensku og pólsku.
Annars er gaman að koma heim í svona gott veður en það var 35°C hiti í New York þegar ég fór þaðan, ansi sveitt.
Ég er búin að fara einu sinni í sund og tvisar í grill og tvisvar í heimsókn til Hjördísar og Nonna í fínu nýju íbúðina þeirra og fékk loksins að sjá litla kút í dag og hann var mjög sætur og þægur.
Ásgeir litli bróðir er orðinn stór en hann var æðislega ánægður með pödduskoðunar settið og kríta-byssuna sem ég gaf honum frá Ameríku.
Annars er gaman að koma heim í svona gott veður en það var 35°C hiti í New York þegar ég fór þaðan, ansi sveitt.
Ég er búin að fara einu sinni í sund og tvisar í grill og tvisvar í heimsókn til Hjördísar og Nonna í fínu nýju íbúðina þeirra og fékk loksins að sjá litla kút í dag og hann var mjög sætur og þægur.
Ásgeir litli bróðir er orðinn stór en hann var æðislega ánægður með pödduskoðunar settið og kríta-byssuna sem ég gaf honum frá Ameríku.
Subscribe to:
Posts (Atom)