Það er gott að vera komin heim i heiðardalinn eða upp á heiðina hérna í Breiðholtinu. Þegar ég kom heim í kvöld beið auglýsing frá Zídon sól í póstkassanum og að sjálfsögðu var hún bæði á íslensku og pólsku.
Annars er gaman að koma heim í svona gott veður en það var 35°C hiti í New York þegar ég fór þaðan, ansi sveitt.
Ég er búin að fara einu sinni í sund og tvisar í grill og tvisvar í heimsókn til Hjördísar og Nonna í fínu nýju íbúðina þeirra og fékk loksins að sjá litla kút í dag og hann var mjög sætur og þægur.
Ásgeir litli bróðir er orðinn stór en hann var æðislega ánægður með pödduskoðunar settið og kríta-byssuna sem ég gaf honum frá Ameríku.
1 comment:
er ég of gamall til að vera nefndur í bloggum?
Post a Comment