Nú er birt nú skoðanakönnun á hverjum degi nánast. Fygli flokkana sveiflast mikið. Í raun er ómögulegt að spá um útkomu kosninganna. Þó virðist sem Sjálfstæðisflokkur muni tapa nokkrum þingsætum en Samfylkinginn fær fleiri en í kosningunum 1999. Um fylgi smáflokkanna er erfiðara að spá, um þessar mundir vinna Frjálslyndir á en um daginn voru það Vinstri-grænir. Líklega mun fylgi þessarra tveggja flokka og Framsóknar ráða úrslitum um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bæði Framsókn og VG hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki vera í ríkisstjórn nema þeir fái meira en 10% fylgi. Það þykir mér skrítin pólitík. Það þýðir ekki að fara í fýlu þó maður vinni ekki.
Hvað sem öllu líður er ljóst að spennan mun fara vaxandi næsta mánuðinn...
Friday, April 04, 2003
Thursday, April 03, 2003
Jæja BBC World Service loksins komin aftur í loftið á FM 90.9. Það er svo fínt að hlusta á það í bílnum á leiðinni í skólann.
Eitthvað virðist ganga betur hjá Bandamönnum núna, bombað á Baghdad á fullu og Tyrkland búið að opna fyrir herflutninga. Mikið fannst mér kómískt þegar þeir þurftu að hætt framrásinni af því að hersveitirnar voru orðnar matar- og bensínlitlar. Svo eiga hershöfðingjar úr þessum sama her að fara að stjórna heilu landi með 20 milljón íbúum eftir stríðið en þeir geta ekki einu sinni skipulagt sig það vel að hermennirni hafi nóg mat. Afar sannfærandi.
Eitthvað virðist ganga betur hjá Bandamönnum núna, bombað á Baghdad á fullu og Tyrkland búið að opna fyrir herflutninga. Mikið fannst mér kómískt þegar þeir þurftu að hætt framrásinni af því að hersveitirnar voru orðnar matar- og bensínlitlar. Svo eiga hershöfðingjar úr þessum sama her að fara að stjórna heilu landi með 20 milljón íbúum eftir stríðið en þeir geta ekki einu sinni skipulagt sig það vel að hermennirni hafi nóg mat. Afar sannfærandi.
Subscribe to:
Posts (Atom)