Jæja BBC World Service loksins komin aftur í loftið á FM 90.9. Það er svo fínt að hlusta á það í bílnum á leiðinni í skólann.
Eitthvað virðist ganga betur hjá Bandamönnum núna, bombað á Baghdad á fullu og Tyrkland búið að opna fyrir herflutninga. Mikið fannst mér kómískt þegar þeir þurftu að hætt framrásinni af því að hersveitirnar voru orðnar matar- og bensínlitlar. Svo eiga hershöfðingjar úr þessum sama her að fara að stjórna heilu landi með 20 milljón íbúum eftir stríðið en þeir geta ekki einu sinni skipulagt sig það vel að hermennirni hafi nóg mat. Afar sannfærandi.
No comments:
Post a Comment