Nú er birt nú skoðanakönnun á hverjum degi nánast. Fygli flokkana sveiflast mikið. Í raun er ómögulegt að spá um útkomu kosninganna. Þó virðist sem Sjálfstæðisflokkur muni tapa nokkrum þingsætum en Samfylkinginn fær fleiri en í kosningunum 1999. Um fylgi smáflokkanna er erfiðara að spá, um þessar mundir vinna Frjálslyndir á en um daginn voru það Vinstri-grænir. Líklega mun fylgi þessarra tveggja flokka og Framsóknar ráða úrslitum um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bæði Framsókn og VG hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki vera í ríkisstjórn nema þeir fái meira en 10% fylgi. Það þykir mér skrítin pólitík. Það þýðir ekki að fara í fýlu þó maður vinni ekki.
Hvað sem öllu líður er ljóst að spennan mun fara vaxandi næsta mánuðinn...
No comments:
Post a Comment