Tuesday, February 28, 2006
Í dag gerðist tvennt stórmerkilegt.
Í fyrsta lagi komst ég að því að ég þekki eina manneskju sem býr ofar á Manhattan en ég, hún býr alla leið uppi á 200st, heilum 15 blokkum ofar en ég og tveimur stoppistöðvum! Þetta er stelpa sem er með mér í Linguistic Anthropology, hún hlær rosalega furðulega en er annars ágæt.
Seinna atriðið (sem reyndar gerðis fyrr um daginn) varð á vegi mínum þegar ég var á gangi með Ramonu. Við höfðum fengið okkur sushi í hádeginu og vorum á leiðinni aftur upp í skóla þegar við gengum framhjá búð sem seldi svona dæmigerðar viðurstyggilega ljótar og asnalegar amerískar ofmunstraðar og litríkar kalla-peysur og þær voru sko ekki ódýrar. Ég hélt í barnaskap mínum að menn sem enn gengu í svona peysum væru steingervingar frá áttunda áratugnum sem hefður ekki efni á að kaupa sér nýjar peysur en þar skjöplaðist mér sko ærlega. Ég læt hér fylgja með mynd en vara viðkvæmar sálir við að stara of lengi á óskapnaðinn þar sem það getur leitt til brjálsemi.
Allar tillögur um ritgerðarefni fyrir mig í eftirfarandi kúrsum eru einnig vel þegnar
Historical Ecology
Linguistic Anthropology
og nei ég nenni ekki að útskýra hvað þessi heiti þýða, til hver haldiði að Google sé eiginlega?
Það er mikið að gera í skólanum. Ég er að fara í 80s þemað afmælispartý hjá Quinn á föstudaginn og Óskarspartý hjá Paolu á sunnudaginn. Ég fór að djamma á laugardaginn á bar þar sem voru fríir vodka-drykkir milli 11 og 12 og eins og þeir sem þekkja mig vita þá kann ég mér ekki hóf innan um frítt áfengi. Skyndilega fylltist staðurinn svo af körlum í kvennmannsfötum verst að þeir voru með fallegri fótleggi en við stelpurnar!
Það hefur verið frekar kalt undanfarið hérna í Stóra eplinu svo ég hef getað notað þykku úlpuna mína og það er ég mjög ánægð með.
Það hefur verið frekar kalt undanfarið hérna í Stóra eplinu svo ég hef getað notað þykku úlpuna mína og það er ég mjög ánægð með.
Sunday, February 12, 2006
Af mbl.is Erlent AFP 12.2.2006 13:28
Cherie Blair hvetur sádí-arabískar konur til þolinmæði í jafnréttisbaráttu
Cherie Blair, eiginkona forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag konur í Sádí-Arabíu til að sýna þolinmæði í baráttu fyrir jafnrétti í landinu, og sagði að samfélagslegar breytingar yrðu ekki á einni nóttu. Kom þetta fram í ávarpi hennar á árlegri efnahagsráðstefnu í Jeddah í Sádí-Arabíu.
Blair lagði áherslu á að hún væri að tjá sín eigin viðhorf og sagði að ekki hefði náðst raunverulegt kynjajafnrétti í neinu landi í heiminum. En hún sagði jafnframt að miklar framfarir hefðu orðið í réttindum kvenna í Persaflóaríkjum.
Í tvískiptum áheyrendasalnum sátu annarsvegar konur og hins vegar karlar.
Blair sagði að skortur á konum á vinnumarkaðinum í Sádí-Arabíu græfi undan efnahagslegum möguleikum landsins. Mary McAleese, forseti Írlands, ávarpaði einnig ráðstefnuna og tók í sama streng. Hvatti hún ráðamenn í Sádí-Arabíu til að fara að fordæmi Íra, sem gerbylt hafi efnahagslífi landsins fyrst og fremst með því að opna það fyrir umheiminum og hvetja konur til þátttöku í atvinnulífinu.
Merkilegt hvað konur eiga alltaf að vera þolinmóðar, ég held samt að það sé erfitt að sætta sig við jafn mikið óréttlæti og viðgengst t.d. í Saudí-Arabíu, þeirra daglega líf er gjörsamlega undirlagt af boðum og bönnum.
Hér er líka skemmtileg grein af New York Times.
Annars er hér allt á kafi í snjó, ca. 30-40 cm jafnfallinn snjór myndi ég giska á, þegar ég vaknaði í morgunn hafði skafið helling inn um gluggan hjá mér, gaman gaman en það skemmdist ekkert.
Svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá fórum við mamma á MoMa á fimmtudaginn og þar var til sýnis myndbandsverk eftir íslensku listakonuna Steinu Vasulka, við vorum mjög stoltar.
Cherie Blair hvetur sádí-arabískar konur til þolinmæði í jafnréttisbaráttu
Cherie Blair, eiginkona forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag konur í Sádí-Arabíu til að sýna þolinmæði í baráttu fyrir jafnrétti í landinu, og sagði að samfélagslegar breytingar yrðu ekki á einni nóttu. Kom þetta fram í ávarpi hennar á árlegri efnahagsráðstefnu í Jeddah í Sádí-Arabíu.
Blair lagði áherslu á að hún væri að tjá sín eigin viðhorf og sagði að ekki hefði náðst raunverulegt kynjajafnrétti í neinu landi í heiminum. En hún sagði jafnframt að miklar framfarir hefðu orðið í réttindum kvenna í Persaflóaríkjum.
Í tvískiptum áheyrendasalnum sátu annarsvegar konur og hins vegar karlar.
Blair sagði að skortur á konum á vinnumarkaðinum í Sádí-Arabíu græfi undan efnahagslegum möguleikum landsins. Mary McAleese, forseti Írlands, ávarpaði einnig ráðstefnuna og tók í sama streng. Hvatti hún ráðamenn í Sádí-Arabíu til að fara að fordæmi Íra, sem gerbylt hafi efnahagslífi landsins fyrst og fremst með því að opna það fyrir umheiminum og hvetja konur til þátttöku í atvinnulífinu.
Merkilegt hvað konur eiga alltaf að vera þolinmóðar, ég held samt að það sé erfitt að sætta sig við jafn mikið óréttlæti og viðgengst t.d. í Saudí-Arabíu, þeirra daglega líf er gjörsamlega undirlagt af boðum og bönnum.
Hér er líka skemmtileg grein af New York Times.
Annars er hér allt á kafi í snjó, ca. 30-40 cm jafnfallinn snjór myndi ég giska á, þegar ég vaknaði í morgunn hafði skafið helling inn um gluggan hjá mér, gaman gaman en það skemmdist ekkert.
Svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá fórum við mamma á MoMa á fimmtudaginn og þar var til sýnis myndbandsverk eftir íslensku listakonuna Steinu Vasulka, við vorum mjög stoltar.
Wednesday, February 01, 2006
Þetta verður erfið önn, ég er að taka þrjú námskeið til eininga og eitt auka. Aukanámskeiðið er dýrabeinafræði grunnnámskeið og ekki veitir af en ég fæ enga einkunn eða einingar en samt. Ég tek eitt stórt lesnámskeið í NYU, Medieval Archaeology Reading Course, ein bók á viku takk. Námskeið hjá Tom, leiðbeinandanum mínum, Historical Ecology sem byggir á bók sem ég hef áður tekið svo það ætti að vera í lagi. Síðast en ekki síst er svo Linguistic Anthropology eða mannfræðileg málvísindi sem er skyldunámskeið. Námskeiðslýsingin sjálf er 11 bls. og lesefnið eftir því 5 langar greinar fyrir hverja viku og kennarinn er víst strangur í einkunnagjöf. Það verður gaman að læra um eitthvað svona alveg nýtt og við þurfum að lesa greinar eftir suma af helstu hugsuðum síðustu aldar s.s. Noam Chomsky, Pierre Bourdieu og fleiri, það er ágætt að neyðast til að lesa frumtexta eftir þessa gaura sem er alltaf verið að vitna í.
Dýrabeinanámskeiði verður skemmtilegt, í dag vorum við að vinna með owl pellets sem eru nokkurs konar ælubögglar með feldi og beinum þar sem uglur gleypa bráð sína heila og eru með tvo maga, úr öðrum æla þær því sem þær geta ekki melt. Í mínum köggli eru leifar af a.m.k. tveimur dýrum líklega pínulítilli húsamús og svo einhverju aðeins stærra nagdýri sem hafði mikinn ljósann feld. Sophia sem er kennarinn hafði aldrei séð svona feld í æluböggli. Ég þarf að greina hauskúpuna til tegundar til að vita af hvaða dýri þetta er. Það voru líka maðkar í þessu svona frekar vibbalegt allt saman en jafnframt heillandi. Svo fáum við líklega að kryfja seinna á önninni.
Mamma er svo að koma í heimsókn á föstudaginn, spennó!
Subscribe to:
Posts (Atom)