Af mbl.is Erlent AFP 12.2.2006 13:28
Cherie Blair hvetur sádí-arabískar konur til þolinmæði í jafnréttisbaráttu
Cherie Blair, eiginkona forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag konur í Sádí-Arabíu til að sýna þolinmæði í baráttu fyrir jafnrétti í landinu, og sagði að samfélagslegar breytingar yrðu ekki á einni nóttu. Kom þetta fram í ávarpi hennar á árlegri efnahagsráðstefnu í Jeddah í Sádí-Arabíu.
Blair lagði áherslu á að hún væri að tjá sín eigin viðhorf og sagði að ekki hefði náðst raunverulegt kynjajafnrétti í neinu landi í heiminum. En hún sagði jafnframt að miklar framfarir hefðu orðið í réttindum kvenna í Persaflóaríkjum.
Í tvískiptum áheyrendasalnum sátu annarsvegar konur og hins vegar karlar.
Blair sagði að skortur á konum á vinnumarkaðinum í Sádí-Arabíu græfi undan efnahagslegum möguleikum landsins. Mary McAleese, forseti Írlands, ávarpaði einnig ráðstefnuna og tók í sama streng. Hvatti hún ráðamenn í Sádí-Arabíu til að fara að fordæmi Íra, sem gerbylt hafi efnahagslífi landsins fyrst og fremst með því að opna það fyrir umheiminum og hvetja konur til þátttöku í atvinnulífinu.
Merkilegt hvað konur eiga alltaf að vera þolinmóðar, ég held samt að það sé erfitt að sætta sig við jafn mikið óréttlæti og viðgengst t.d. í Saudí-Arabíu, þeirra daglega líf er gjörsamlega undirlagt af boðum og bönnum.
Hér er líka skemmtileg grein af New York Times.
Annars er hér allt á kafi í snjó, ca. 30-40 cm jafnfallinn snjór myndi ég giska á, þegar ég vaknaði í morgunn hafði skafið helling inn um gluggan hjá mér, gaman gaman en það skemmdist ekkert.
Svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum þá fórum við mamma á MoMa á fimmtudaginn og þar var til sýnis myndbandsverk eftir íslensku listakonuna Steinu Vasulka, við vorum mjög stoltar.
1 comment:
Baulaðu nú Búkolla mín hvar sem þú ert.
Post a Comment