Tuesday, February 28, 2006
Í dag gerðist tvennt stórmerkilegt.
Í fyrsta lagi komst ég að því að ég þekki eina manneskju sem býr ofar á Manhattan en ég, hún býr alla leið uppi á 200st, heilum 15 blokkum ofar en ég og tveimur stoppistöðvum! Þetta er stelpa sem er með mér í Linguistic Anthropology, hún hlær rosalega furðulega en er annars ágæt.
Seinna atriðið (sem reyndar gerðis fyrr um daginn) varð á vegi mínum þegar ég var á gangi með Ramonu. Við höfðum fengið okkur sushi í hádeginu og vorum á leiðinni aftur upp í skóla þegar við gengum framhjá búð sem seldi svona dæmigerðar viðurstyggilega ljótar og asnalegar amerískar ofmunstraðar og litríkar kalla-peysur og þær voru sko ekki ódýrar. Ég hélt í barnaskap mínum að menn sem enn gengu í svona peysum væru steingervingar frá áttunda áratugnum sem hefður ekki efni á að kaupa sér nýjar peysur en þar skjöplaðist mér sko ærlega. Ég læt hér fylgja með mynd en vara viðkvæmar sálir við að stara of lengi á óskapnaðinn þar sem það getur leitt til brjálsemi.
Allar tillögur um ritgerðarefni fyrir mig í eftirfarandi kúrsum eru einnig vel þegnar
Historical Ecology
Linguistic Anthropology
og nei ég nenni ekki að útskýra hvað þessi heiti þýða, til hver haldiði að Google sé eiginlega?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hvers vegna dó norræna mwenningin á Grænlandi út út frá nýrri bók Diamonds.
hahaha,
dagurinn sem þú ferð að ganga í röndóttum ljótum amerískum peysum er dagurinn sem þú verður að flytja heim áður en þú verður orðin algjört trailer-white trash :)
skemmtileg færsla,
kveðja, Vaka
Post a Comment