Ég fór í Óskars-partý til Paolu í gær, ég gat rétt upp á 9 verðlaunaflokkum og vann keppnina. Ég er sigurvegari. Á leiðinni heim þegar ég var að bíða eftir strætó gekk fram hjá mér ofur-venjulegur ungur maður í úlpu og íþróttaskóm og boxernærbuxum, klukkan eitt að nóttu. Það þótti mér undarlegt. Í dag þegar ég var í lestinni var rastafari að hekla. Þetta hefur verið undarleg vika og það er bara mánudagur.
No comments:
Post a Comment