Wednesday, March 08, 2006


Hvað gerði Albína skemmtilegt í dag? Jú hún fór og sá Conan O'Brien live! Í upphituninni spurði gaurinn hvor það væru einhverjir væru frá útlöndum og Paola lét mig segja að ég væri frá Íslandi, gaurinn spurði hvort ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hefði komi í þáttinn og ég sagði nei, þá sagði hann að það kæmi líklega í blöðin þegar Íslendingur væri sem áhorfandi í þættinum, það var frekar fyndið. Gestir voru hinn sæti en sérlega leiðinlegi og óspennandi Matthew McConaughey, það er ekki nóg að vera rosalega sætur ef maður er rosalega leiðinlegur! Næsti gestur var Kirsten Davis sem lék Charlotte í Sex and the City, hún var frábær, mjög fyndin og skemmtileg. Hún var líka með marblett á handleggnum.
Skemmtilegasti hlutinn var samt að sjá fyrirfram myndbúta úr Finnlands-ferðinni sem verður tekin fyrir í klukkutíma sérþætti á föstudaginn. Ef þið sjáið þáttinn gæti sést í mig alveg efst í horninu fyrir ofan hljómsveitina en ég er ekki viss. Jamm það er stuð í Eplinu, ég fékk líka bol, voða gaman.

5 comments:

Eyja said...

Hvernig áttir þú að geta vitað hvort þú værir fyrsti Íslendingurinn sem hefði komið í þáttinn? Ég veit við erum fá en kannski ekki alveg svo að hvert okkar haldi nákvæmt bókhald yfir ferðir allra Íslendinga.

Albína said...

Það vildi nú svo til að ég vissi að Bjössi fyrrum skólafélagi minn úr MR hafði komið í þáttinn með Paolu og svo hafa þeir félagar í Sigurrós auðvitað spilað í þættinum...

Anonymous said...

Mér finnst hann svo lítið áhugaverður þar af leiðandi finnst mér hann ekki svo sætur. Skrýtið það...Mainebúinn

Guggan said...

ohh..af hverju eru sætir strákar oft leiðinlegir!!!!

Anonymous said...

Fallegt fólk þarf ekki að vera skemmtilegt til að fá athygli...þar af leiðandi gleymist oft að þróa þann hluta...