Tuesday, June 20, 2006

Þá er ég komin aftur á Skriðuklaustur, fjórða árið í röð. Það var gott veður í gær en frekar slappt í dag. Ég var að grafa á Hofi í Vopnafirði í seinustu viku, gaman að prófa nýjan stað. Glöggir einstaklingar hafa ef til vill séð mig í fréttum ríkissjónvarpsins á fimmtudaginn 15. júní maður er svo mikið celeb orðið. Annars voru allir mjög yndælir og frábærir á Vopnafirði og sérlega áhugasamir um uppgröftinn.
Saumó á föstudaginn var náttlega snilld, ég vil þakka Hjördísi fyrir matseldina, Írisi fyrir gestrisnina og svo innsiglaði snilldar Mojito bollan okkar Guggu náttlega gleðina.
Ég er að lesa Pride & Predjudice á ensku, hafði bara lesið hana á íslensku áður, það er ekkert smá mikill munur þar á eitthvað andrúmsloft sem skilar sér ekki í þýðingunni.
Ég keyrði hingað austur á sunnudaginn og sá hreindýrahjörð í fyrsta skipti á leiðinni yfir Öxi. Ég hafði hingað til verið sérlega óheppin, aldrei séð hreindýr þrátt fyrir að hafa unnið hér þrjú sumur og keyrt upp um allar trissur. En þetta kvöld sá ég sem sagt hreindýr og ref, mjög gaman.
Þetta er afar sundurlaus bloggfærsla.
Ég verð í bænum næstu helgi ef einhver vill leika við mig og svo er ferðinni heitið á Roskilde eftir viku, ég er orðin óheyrilega spennt.

2 comments:

OFURINGA said...

Velkomin heim. Sá þig í sjónvarpinu.
Tala svo meira um eitthvað annað en roskilde. Mig langar svoooooo...

Guggan said...

Já sá þíg líka! verðuru ekki örugglega komin heim frá baunalandi fyrir klausturhátíðina?