Friday, June 09, 2006

Ég tilkynni hér með að ég er alveg til í að vera formaður Framsóknarflokksins eða ráðherra eða í einhverri vel launaðri nefnd. Ég geri mér grein fyrir að búseta mín erlendis gæti valdið vissum vandkvæðum en mannahallærið er mikið svo það hlýtur að reddast.
Í gær datt mér margt sniðugt í hug til að blogga um en þá var blogger bilaður og ég er búin að gleyma. Glöggir lesendur geta kíkt á tvo nýja tengla hér til hliðar.
Alltaf gaman að sjá hverjir kíkja á þetta raus mitt, gaman að fá athugasemd frá þér Bjarnheiður og því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér.

Auk þess hef ég heyrt að sögur af dauða Framsóknarflokksins séu stórlega ýktar. Það er líka öðruvísi að fanga dauða flokks því hann var nú aldrei lifandi enda í raun aðeins hópur fólks með sameiginlegar skoðanir amk oftast eða hvað?

Ég fór á tónleika Tilraunaeldhússins og ég mæli eindregið með hljómsveit Benna Hemm Hemm (er ekki viss með þessa stafsetningu) og svo var Amina náttlega góð og illi Vill kom skemmtilega á óvart, tvö þrusugóð lög þar á ferð.

3 comments:

Eyja said...

Er komin dagsetning á kynskiptiaðgerðina? Ekki læturðu þig dreyma um að Framsóknarflokkurinn tæki við þér í núverandi ástandi?

Anonymous said...

takk fyrir að bæta mér í tenglana og annars er ég algjörlega sammála þér að það er ekki eðlilegt að fagna dauða e-s sama hve mikið af slæmum hlutum hann hefur gert og virkilega ekki hægt að líkja því við dauða stjórnmálaflokks, Lára

Anonymous said...

Blessuð og sæl Albína, ég rakst á heimasíðuna þína og ég bara varð að kvitta fyrir mig, alltaf gaman að finna gamla vini hehe, ég held áfram að fylgjast með, kveðja Björk á Reykhólum