Það er búið að vera svolítið einmanalegt hjá mér síðan Hildur fór en nóg að gera. Það er víst voðalega vont veður úti núna svo ég er ekkert að fara út, það er búið að hellirigna síðan í gærkvöldi og allir gluggar verða að vera lokaðir annars rignir bara inn.
Annars er markmið dagsins að klára bandarísku skattskýrsluna mína. Ég held að einn helsti kosturinn við að búa í tveimur löndum er að fá að gera tvær skattskýrslur, það er jú fátt skemmtilegra!
2 comments:
Ha, ha, ha!!! Ég er búin að klára mína og er bara ánægð með árangurinn. Gangi þér vel með þína. Knús og koss, Áslaug
Ég er líka einmana. Verð bara að koma út aftur svo við getum verið einmana saman!
Post a Comment