Tuesday, June 19, 2007
Í dag fékk ég að tala við krakka hér úr Reykjadalnum og segja þeim svolítið frá því sem við höfum verið að gera í sumar og undanfarin sumur. Þau voru öll sérlega áhugasöm og vissu þegar mikið því þau höfuð farið í fornleifaskóla hjá Adolf Friðrikssyni fyrr í vor. Á myndinni er Tom og um helmingurinn af krökkunum standandi ofan í elsta þekkta klósetti á Íslandi en það var byggt afar skömmu eftir að Landnáms-gjóskulagið féll um 871.
Annars fer lífið hér batnandi í hlutfall við ört minnkandi flugu og í dag var alveg hreint yndislegt veður sem hægt var að njóta nokkuð án flugnanets.
Þess vinnuferð hefur verið sérlega skemmtileg því ég er loksins búin að sjá hina frægu skálarúst á Hofstöðum sem er miklu stærri en ég hafði nokkurn tíman ímyndað mér og líka Hrísheima sem eru algjör auðn og merkilegt að hugsa til þess að þarna var einu sinni járnrík mýri, nægur skógur til viðarkolagerðar og amk þrír járnbræðsluofnar. Á rannsóknarstofunni í NY bíður okkur gífurlega mikið af beinum frá Hrísheimum sem á eftir að greina og munum við öll hamast við það næstu mánuði og ár.
Ég kíkti líka í heimsókn til Kolbrúnar frænku minnar á Rauðuskriðu. Hún er þar með frábært sveitahótel sem ég vann á í mánuð á því herrans ári 1998. Hún er búin að stækka og bæta allt síðan þá og þar er allt með miklum myndarbrag.
Ég held ég skelli mér í pottinn núna ligga lá
Friday, June 15, 2007
Fyrst birt: 15.06.2007 18:11
Síðast uppfært: 15.06.2007 20:57
Fundað vegna fjárhagsstöðu Arnarfells
Forsvarsmenn Landsvirkjunar, Landsbankans og Lýsingar funduðu í dag vegna fjárhagsstöðu verktakafyrirtækisins Arnarfells, sem byggir meðal annars Hrauna- og Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkjunar. Landsvirkjun hefur áhyggjur af seinkun ýmissa verkþátta hjá verktakafyrirtækinu.
Á fundinum var farið yfir hvernig Arnarfell hyggst herða róðurinn en fyrirtækið hefur nú þegar brugðist við með því að fjölga starfsmönnum á framkvæmdasvæðinu. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þótt vinnu miði vel á svæðinu séu nokkrir verkþættir á eftir áætlun og Landsvirkjun hafi áhyggjur af því.
Heimildir fréttastofu Útvarps herma að seinkunin á vinnunni sé meðal annars tilkomin vegna bágrar fjárhagsstöðu Arnarfells, fyrirtækið sé jafnvel á barmi gjaldþrots. Í dag óskuðu svo Landsbankinn og Lýsing, lánadrottnar Arnarfells, eftir fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar til að ræða samning fyrirtækisins við Arnarfell og hvaða greiðslur væru framundan á milli verkkaupa og verktaka. Sigurbergur Konráðsson, einn stjórnenda Arnarfells, vildi ekki kannast við meinta alvarlega fjárhagsstöðu fyrirtækisins í dag og sagði verk þess við Kárahnjúkavirkjun á áætlun.
Þessi virkjun er æði!
Annars er flugan okkur lifandi að drepa hérna. Þetta er víst frekar slæmt fluguár, ég er með bit í lófanum. Ég (og reyndar fleiri) er á því að það þurfi að endurreisa kísilverksmiðjuna svo hægt sé að halda áfram að rannsaka allar þær æðislegu fornleifar sem eru í Mývatnssveit.
Síðast uppfært: 15.06.2007 20:57
Fundað vegna fjárhagsstöðu Arnarfells
Forsvarsmenn Landsvirkjunar, Landsbankans og Lýsingar funduðu í dag vegna fjárhagsstöðu verktakafyrirtækisins Arnarfells, sem byggir meðal annars Hrauna- og Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkjunar. Landsvirkjun hefur áhyggjur af seinkun ýmissa verkþátta hjá verktakafyrirtækinu.
Á fundinum var farið yfir hvernig Arnarfell hyggst herða róðurinn en fyrirtækið hefur nú þegar brugðist við með því að fjölga starfsmönnum á framkvæmdasvæðinu. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þótt vinnu miði vel á svæðinu séu nokkrir verkþættir á eftir áætlun og Landsvirkjun hafi áhyggjur af því.
Heimildir fréttastofu Útvarps herma að seinkunin á vinnunni sé meðal annars tilkomin vegna bágrar fjárhagsstöðu Arnarfells, fyrirtækið sé jafnvel á barmi gjaldþrots. Í dag óskuðu svo Landsbankinn og Lýsing, lánadrottnar Arnarfells, eftir fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar til að ræða samning fyrirtækisins við Arnarfell og hvaða greiðslur væru framundan á milli verkkaupa og verktaka. Sigurbergur Konráðsson, einn stjórnenda Arnarfells, vildi ekki kannast við meinta alvarlega fjárhagsstöðu fyrirtækisins í dag og sagði verk þess við Kárahnjúkavirkjun á áætlun.
Þessi virkjun er æði!
Annars er flugan okkur lifandi að drepa hérna. Þetta er víst frekar slæmt fluguár, ég er með bit í lófanum. Ég (og reyndar fleiri) er á því að það þurfi að endurreisa kísilverksmiðjuna svo hægt sé að halda áfram að rannsaka allar þær æðislegu fornleifar sem eru í Mývatnssveit.
Wednesday, June 13, 2007
Monday, June 11, 2007
Ég, Konrad, Ramona og George byrjðuðum að vinna í dag. Fyrsta fórnarlambið var eyðibýlið Beinastaðir sem er beint á móti Hofsttöðum en hinu megin við Laxána í Mývatnssveit. Veðrið var þokkalegt en mér var svolítið kalt, það er eðlilegt enda fyrsti dagurinn minn í útivinnu. Við byrjuðum á að teikna, taka myndir og ganga um svæðið og það eru amk 3 mjög skýrar rústir. Þá kom að því að ég þurfti að byrja að stinga niður jarðbor til að finna ruslahaug undir leiðsögn Tom. Okkur tókst ekki að finna hann að þessu sinni en komumst þó að því að megnið af byggingunum er frá því fyrir 1717 og mikið hefur verið um torftöku sem gæti hafa haft slæm áhrif á ruslahauginn. Við gefumst þó ekki upp alveg strax.
Ég læt hér fylgja myndagátu og eru verðlaun í boði fyrir þá sem geta rétt.
Subscribe to:
Posts (Atom)