Veðrið hérna í stóra eplinu farið að líkjast íslensku haustveðri ískyggilega mikið... nema það er svona 10°C heitara en það er búið að vera þrælskýjað og hellirigning núna í 3 daga og ég verð hreinlega að fara út úr húsi núna. Ég vildi óska að ég væri með 66°N regngalla með mér hérna. Rigninginn hér rignir ekki lárétt eins og á Íslandi heldur upp í mót, þ.e. það rignir svo mikið að þegar droparnir falla á gangstéttar og götur sem eru á floti skvettast svona 1000 dropar upp á leggina á manni. Ekki gott.
Annars er Mike að koma á morgun og ég er gífurlega spennt, ég er búin að búa til smá pláss fyrir hann í fataskápnum og kommóðunni og í staðinn fer ég með stóran poka af ýmsikonar drasli í Hjálpræðisherinn.
Svo eru amma og afi, mamma og Varði bróðir líka búin að ákveða að koma í heimsókn til mín 3. til 9. október og ég er bara strax farin að hlakka til.
Tuesday, August 21, 2007
Monday, August 13, 2007
Þá fer þessari sumardvöl minni á Íslandi að ljúka en ég fer aftur út á föstudaginn. Vonandi verður öllum flóðum í neðanjarðarlestakerfi New York lokið og allt í lukkunnar velstandi bara. Annars er nóg að gera hjá mér þegar ég kem út eins og alltaf svo sem.
Sumarið er búið að vera gott og ég er alveg andlaus núna, kannski ég getið summað þetta betur upp seinna.
Sumarið er búið að vera gott og ég er alveg andlaus núna, kannski ég getið summað þetta betur upp seinna.
Friday, August 03, 2007
Prag er yndisleg borg. Hér er allt svo hreint og þokkalegt og jafnvel ennþá fallegra en mig minnti. Við erum búin að taka það frekar rólega, þurftum að kaupa kerru fyrir Ásgeir en borðuðum fyrst á æðsilegum ítölskum veitingastað og í kvöld fórum við og borðuðum á kránni úr þeirri ágætu bók um Góða dátann Sveik.
Veðrið er gott, passlega heitt og sól.
Veðrið er gott, passlega heitt og sól.
Subscribe to:
Posts (Atom)