Tuesday, December 18, 2007




Við Mike héldum litlu jólin okkar í kvöld. Eftir að hafa þeyttst um allan bæinn að kaupa gjafir elduðum við andabringur með sósu, ferskum aspas og kartöflumús. Eftir matinn horfðum við svo á The Grinch með Jim Carrey sem er besta mynd í heimi.

Thursday, December 13, 2007

Svör við spurningum Vöku
Þetta var peningaveskið mitt, reyndar fjólublátt líka en ekki taskan sem ég keypti daginn sem við vorum saman í NY, sem er reyndar sjúklega æðislega geggjuð.
Myndbandið fyrir neðan er frá Radiohead, Reckoner uppáhaldslagið mitt af nýja disknum.

Wednesday, December 12, 2007



Við Mike fórum í smá jólagöngutúr upp 5th Avenue í gærkvöldi. Hér eru myndir.
Heppni í óheppni! Einhverjum mun vera kunnugtu um að veskinu mínu var stolið þegar ég var í Antibes í Suður Frakklandi á fiskibeinaráðstefnu. Ég bjóst ekki við að sjá veskið nokkurn tíman aftur, það höfðu verið teknir $900 út af bandaríska debet kortinu mínu (sem ég fékk aftur frá bankanum sem betur fer) og þetta var að mínu mati verk afar slyngs alþjóðlegs glæpahrings. Í morgun er ég svo að lesa tölvupóstinn minn og er þar ekki bréf frá sendiráðinu í París. Veskið mitt hafði einhvernveginn ratað til ræðismannsins í Marseille og var nú í sendiráðinu og hvort ég vildi ekki fá það sent heim! Kannski er þetta aprílgabb nema það er ekki apríl....
Í fyrradag eldðuðum við Mike Pad tai með rækjum úr hinni frábæru Betty Crooker matreiðslubók og það var svakalega gott.
Veðrið hér er mjög gott núna, 11°C það hitnaði aftur en það hafði verið undir frostmarki í svona viku.

Sunday, December 09, 2007

Saturday, December 08, 2007

Við Mike elduðum Sloppy Joe's (Subbulega Jóa) og kartöflupönnukökur úr Betty Crooker matreiðslubókinni sem við fengum senda frá pabba og Láru og það heppnaðist bæði mjög vel.
Ég er aðeins farin að komast í jólastuð og er orðin spennt að koma heim. Ég er búin að ganga frá flestum jólagjöfum svo vonandi verður ekki mikið stress.

Tuesday, December 04, 2007

Mike verdur ekki med ad tessu sinni, hann fer heim til sinnar fjolskyldu i Chicago en tad er aldrei ad vita nema hann komi med mer til Islands i sumar.
Það kom jólasnjór hérna í gær en hann er farinn aftur.
Annars er það í fréttum að ég kem heim að morgni 21. desember og fer aftur 1. janúar þar sem ég er að fara í vettvangsskóla á Barbuda 3. janúar. Ég er nokkuð spennt en hefði þó viljað vera aðeins lengur heima á Íslandi.