Við Mike erum komin heim eftir að hafa farið til Elgin um helgina. Mamma hans og pabbi héldu partý og ég hitti alla fjölskylduna og það var æðislega gaman. Við spiluðum badminton og hentum baunapokum (ég er ótrúlega léleg í þeim leik).
Flugið heim gekk ágætlega en var að sjálfsögðu á eftir áætlun. Við fórum líka í garðinn í Elgin og sáum dádýr og vísunda sem voru æðislega flottir.
Við fórum líka á tvo hafnarboltaleiki þar sem bróðir Mike var að spila. Þeir unnu fyrri leikinn en töpuðu þeim fyrri allsvakalega.
Veðrið var mikið betra en það hafði spáð og í dag var heitt og glampandi sól.
1 comment:
Sáuð þið ekki Elginn?
Ö
Post a Comment