Ég er komin heim frá ráðstefnu Félags um bandaríska fornleifafræði (Society for American Archaeology). Þar vorum við með "session" og ég hélt fyrirlestur, það gekk allt saman mjög vel. Ráðstefnan var í Vancouver sem virðist vera mjög skemmtileg borg þó að ég hefði ekki mikinn tíma til að skoða mig um og veðrið var líka með verra móti. Þegar létti aðeins til var fjallasýnin þó sérlega fögur og minnti örlítið á Ísalandið.
Það var líka sérlega fallegt mannfræðisafn með tótemsúlum og evrópsku keramiki sem mér þótti skemmtilegt. Skemmtilegast var þó að hitta Margréti og Auði skólafélaga mína úr fornleifafræðinni í HÍ.
Hótelið sem við vorum á var í kínahverfinu í Vancouver og við borðuðum á sama kínverska veitingastaðnum tvö kvöld í röð því maturinn var rosalega góður. Við fengum heilann risastóran krabba og ljúffengar rækjur og fleira.
Ég gleymdi alltaf að blogga um páskana hjá okkur Mike, við fórumn á Dim sum stað í Chinatown hér í New York með Quin, Ashley og fleirum. Þar prófuðum við andalappir sem voru mjög góðir og ýmislegt fleira.
Um helgina er ég að fara á CPR eða hjartahnoðsnámskeið til að undirbúa mig fyrir skyndihjálparnámskeið sem ég er að fara á í maí. Það er nauðsynlegt að vera við öllu búinn þegar maður er alltaf að vinna fjarri mannabyggðum og læknisaðstoð.
1 comment:
Takk fyrir síðast, það var frábært að hitta þig og hlusta á fyrilesturinn, ég gat ekki kvatt þig því ég þurfti að hitta fólk úr mínum hóp í hádegismat. Allir fyrilestrarnir hjá ykkur voru athyglisverðir.
Bestu kveðjur
Magga
Post a Comment