Friday, March 14, 2008

Mér finnst páskarnir vera óþægilega snemma í ár. Ég mun ekki geta fengið íslenskt páskaegg fyrren seint og um síðir því enginn kemur að heimsækja mig um páskana eins og verið hefur hingað til. Mamma og Baldvin munu þurfa að koma með það um miðjan apríl. Ég verð að segja að ég er ekkert hrifin af svona lauslætis-hátíðum sem aldrei eru tvisvar sama daginn.

3 comments:

Ragna said...

Valla náði að kaupa páskaegg fyrir mig í whole foods þ.a. ef þú átt leið framhjá slíkri búð þá sakar ekki að kíkja.

Anonymous said...

Á ég að koma með Páskaegg til Kanada handa þér ? við eigum báðar að tala þar ...
Við sjáumst í næstu viku ég mæti á fyrirlesturinn hjá þér

KVEÐJA

Magga Hallmunds

Unknown said...

Þú getur huggað þig við það að páskarnir verða ekki svona snemma aftur fyrr en 2228 eða eftir 220 ár. Gleðilegt vor og páska. Áslaug