Í gær fór ég á fyrirlestur Colin Renfrew hjá NYU. Hann fjallaði um listaheiminn og þjófnað á munum úr fornleifauppgröftum sem síðan eru seldir dýru verði til safnara og listasafna eins og the Metropolitan Museum of New York. Þar eru menn svo klárir (eða þannig)að kaupa aðeins gripi sem hægt er að sanna að hafi komið fram fyrir 10 árum eða meira! Nokkur önnur söfn hafa tekið upp þá reglu að kaupa aðeins muni sem komið höfðu fram fyrir samþykkt UNESCO 1970. Metropoplitan safnið er líka alltaf að þurfa að skila hlutum sem komið hefur í ljós að hefur verið stolið frá löndum eins og Ítalíu og Tyrklandi í ólöglegum uppgröftum sem hafa þann eina tilgang að finna listmuni til að selja og eiga ekkert skilt við fornleifafræði, ekki gott mál.
Eftir fyrirlesturinn fórum við Mike svo á tónleika í Bowery Ballroom með Quintron and Miss Pussycat sem voru snilld, þau voru með brúðuleikhús en aðal númerið voru The Black Lips sem við sáum líka í haust. Í alla staði skemmtilegur dagur.
Á laugardaginn fórum við Mike í Ikea og keyptum æðislegan svefnsófa. Við fáum hann þó ekki fyrren 22. mars, við erum spennt.
No comments:
Post a Comment