Eins og fram hafði komið fór ég með Eriku og Karyssu systur hennar í Brúða-hlaupið eldsnemma á fötudagsmorgun. Þegar við komum inn í búðina rúmlega 8 voru engir kjólar lengur á slánum heldur þurfti ég að fara og semja við aðra aðstoðarmenn um að láta mig fá kjóla þó að ég hefði engan til að láta í skiptum. Það tókst og ég held að Erika hafði á endanum mátað 30 mismunadi kjóla. Við vorum stöðugt að semja við aðra um skipti á kjólum en á endanum voru tveir kjólar sem við vorum hrifnastar af. Erika valdi hvítan kjól með miklu skrauti á efri hlutanum og á slóðanum sem fór henni mjög vel og var glæsilegur.
Við Ragnheiður fórum á Mýrina, eða Jar City, eins og hún kallast á enskri tungu á mánudaginn, myndin var bara sýnd hér í borg í 5 daga eða svo. Við höfðum hvorguar séð hana áður og skemmtum okkur konunglega. Það voru svona 10 aðrir í salnum sem okkur fannst nokkuð gott. Einum áhorfandanum fannst aðfarir Erlendar við sviðaát heldur ófagrar og greip andann nokkrum sinnum á lofti yfir því atriði. Það fannst okkur Ragnheiði afar fyndið. Annars held ég að fyndnasta atriðið í myndinni hafi verið þegar Siguðrur Óli var á stakeouti í Sandgerði, ég gat ekki haldið niðri í mér hlátrinum þá.
Mér fannst myndin mjög góð en veit ekki alveg hvort Ingvar E. hafi verið rétti maðurinn til að leika Erlend, kannski aðeins of mikill sjarmör þar á ferð til að vera sannfærandi.
1 comment:
hehe... ég var einmitt líka að horfa á myndina um helgina í fyrsta skipti og kúgaðist dáldið við sviðaátið, hehe...
Post a Comment