
Ég drattaðist loksins til að setja inn nokkrar myndir frá Barbuda, því miður tók ég engar þar sem myndavélinni minni var að öllum líkindum stolið við öryggisleit í Minneapolis og hefur ekki skilað sér síðan.
Í dag er annars -8°C frost og ég er lítið spennt fyrir að fara út í kuldann. Á morgun er ég líklega að fara með Eriku og systur hennar að slást um brúðarkjóla fyrir hana, gamnið byrjar kl. 8 að morgni. Við sjáum hvernig það fer!
No comments:
Post a Comment