Friday, February 08, 2008

Gvöð það er svo mikið að gera hjá mér.
Annars er allt gott að frétt af mér, ég komst heilu og höldnu heim frá Barbdua sem var stórkostleg. Ég náði smá lit sem er nú óðum að hverfa í þurru innilofti. Minjarnar sem við vorum að grafa upp voru æðislegar, frá Saladoid tímabilinu ca. 200-500 AD, fullt af flottu kermiki, skarti úr skel og stein verfærum. Við vorum að grafa upp ruslahaug á strönd sem sjórinn er óðum að brjóta í burtu en sem betur fer komumst við að því að minjarnar teigðu sig miklu lengra inn í land en áður var talið.
Það er fullt að gera í skólanum hjá mér, fullt af beinum að greina, skýrslur sem þarf að klára, greinar sem þarf að skrifa, umsóknir sem þarf að senda inn.
Við Mike fórum á tónleika í The American Museum of Natural History 25. janúar, hann vann miðana, þar komu fram hip hopparar frá Chicago svo sem Kid Sister og svo kom sjálfur Kanye West óvænt fram, það var ansi magnað.
Á mánudaginn erum við svo að fara að sjá Óþelló í Metropolitan óperunni, ég er mjög spennt.
Við fórum líka á þorrablót Íslendingafélagsins laugardaginn 26. janúar og það var mjög gaman. Mike borðaði flestan þorramatinn og var sérstaklega hrifinn af síldinni og hangikjötinu. Það var sungið og dansað við öll bestu Júróvisíjón-lög síðustu áratuga, má þar helst nefna Nínu.
Ég kippti líka heimildarmyndinni um Jón Pál með mér þegar ég var að hangsa í fríhöfninni í Keflavík og við horfðum á hana. Mike er því orðinn ansi vel sjóaður í dægurmenningu áttunda áratugarins. Hann er líka búinn að læra eitt íslenskt orð, handakriki, spurning hversu gagnlegt það er.

3 comments:

Vaka said...

hehe... handakriki, það á nú eftir að koma að góðum notum :) Gaman að heyra að Mike aðlagast íslenskum mat vel, ég smakkaði líka síld í fyrsta skipti um jólin, dugleg ég!
Takk fyrir póstkortið á Klappó - það iljar manni í snjónum og storminum hér á klakanum
kv. Vaka

Anonymous said...

Á eftir hanakrika er gott að læra eftirfarandi orð og frasa:

þumalputti
skíðagönguferð
óþverri
súkkulaðikaka
Holtavörðuheiði

Ég get komið með fleiri tillögur :)

Á

Anonymous said...

Það er gott að sjá líf á blokkinu hjá þér Albína mín.
Það hafa nokkrir innt mig eftir því af hverju þú bloggaðir ekkert þessa dagana.
Kv/Pabbi