Það snjóaði hjá okkur á aðfaranótt föstudags, að ég held í annað skipti í vetur sem snjó festir. Það hlánaði reyndar aðeins í dag en það er samt ennþá snjór á milli bíla og svona.
Við Mike fórum á myndina Juno um daginn og hún var snilld mæli tvímælalaust með henni.
Sumarið er ekki ennþá komið á hreint hjá mér en það gerist vonandi í næstu viku.
No comments:
Post a Comment