Við Mike fórum í óperuna á mánudaginn, það var æðislega gaman. Við sáum Óþelló og Renée Flemming fór með hlutverk Desdemónu og var stórkostleg og Kristinn Sigmundsson fór með hlutverk Lodovico, sendiherrans frá Feneyjum og var líka mjög góður þó hlutverkið væri ekki stórt.
Það var smá vetrarveður hjá okkur undanfarna 3 daga en núna er komin rigning og fallegi snjórinn frá í gær er allur horfinn.
No comments:
Post a Comment