Á miðvikudaginn fórum við Mike út að borða á grænmetisstað sem sérhæfir sig í að búa til gervi-kjöt mat. Ég fékk með þorskkökur (sem voru í raun úr soya) og Mike fékk sér mangó-kjúkling (sem var líka úr soya). Maturinn var mjög góður (og örugglega betri en þorkskökur úr alvöru þorski) en ég skil ekki alveg fólk sem er grænmetisætur en vill samt borða mat sem er plat kjöt. Það var líka hægt að fá gervi svínakótilettur og gervi kjúklingavængi þarna sem voru í laginu alveg eins og alvöru kjúklingavængir, svolítið fyndið.
Eftir þessa ljúffengu lífsreynslu fórum við á óperuna sem ég held ég sé búin að tala um svona 75 sinnum á þessu bloggi. Hún var mjög skemmtileg og þrælfyndin, Kristinn Sigmundsson reytti af sér brandarana í hlutverki Ósminns sem var geðillur þjónn eiganda kvennabúrsins. Kvenhlutverkin tvö voru líka dásamleg, þær neituðu að láta undan kröfum "eiganda" sinna um ást og allt saman fór þetta vel á endanum. Í heildina litið var þetta allt afar vel og skemmtilega gert og við skemmtum okkur konunglega.
No comments:
Post a Comment