Tuesday, November 25, 2008



Sigurrósar tónleikar og Ásgeir í búning Jedi-riddara úr Star Wars.

Friday, November 14, 2008

Ég vil bara koma því á framfæri að ég þoli alls ekki nýja Killers lagið Human þar sem þetta yndislega textabrot kemur fyrir " Are we human? or are we dancer?". Mér finnst eins og lagið hljóti að vera upprunnið úr helvíti Euro trashins.
Verst er að þetta lag virðist vera í spilun á Rás 2 , X-inu (sem er orðið alveg svakalega lélegt almennt) og Bylgjunni og örugglega líka á FM957 þó ég hlusti ekki á þann ófögnuð.
Annars er ég að fara í leikhús á Vestrið eina í kvöld með ömmu og afa og hlakkar mikið til. Ég hef séð tvö leikrit eftir Martin McDonagh, Fegurðardrottningin frá Línakri sem var stórkostlegt og eitt eftirminnilegasta leikrit sem ég hef séð og svo Halta Billa sem var ekki alveg jafn vel gert en samt skemmtilegt.

Saturday, November 01, 2008

Dómur um Airwaves á Pitchfork
Annars vil ég óska stelpunum okkar til hamingju með árangurinn, bæði kvennalandsliðinu í fótbolta og Gerplu með silfur í hópfimleikum. Það er gott að það er enn eitthvað ég get verið stolt af. Annars er skömm frá því að segja að ég fór á minn fyrsta leik í kvennabolta á miðvikudaginn, ég veit ekki af hverju þetta hafði ekki gerst áður en svona þegar ég fer að hugsa um það hafði ég kannski ekki heldur farið á karlaleik áður svo þetta er svo sem skiljanlegt.
Við Hildur skelltum okkur á RVK-Rotterdam í gær og hverjum hefði dottið í hug að fraktsiglingar væru svona spennandi?