Friday, November 14, 2008

Ég vil bara koma því á framfæri að ég þoli alls ekki nýja Killers lagið Human þar sem þetta yndislega textabrot kemur fyrir " Are we human? or are we dancer?". Mér finnst eins og lagið hljóti að vera upprunnið úr helvíti Euro trashins.
Verst er að þetta lag virðist vera í spilun á Rás 2 , X-inu (sem er orðið alveg svakalega lélegt almennt) og Bylgjunni og örugglega líka á FM957 þó ég hlusti ekki á þann ófögnuð.
Annars er ég að fara í leikhús á Vestrið eina í kvöld með ömmu og afa og hlakkar mikið til. Ég hef séð tvö leikrit eftir Martin McDonagh, Fegurðardrottningin frá Línakri sem var stórkostlegt og eitt eftirminnilegasta leikrit sem ég hef séð og svo Halta Billa sem var ekki alveg jafn vel gert en samt skemmtilegt.

4 comments:

Varði said...

Sorry en þú ert bara gamaldags, þessi spurning um hvort við séum human eða dancers er ákaflega viðeigandi spurning, sérstaklega á þessum síðustu verstu.

Anonymous said...

hlakka, Albína mín, ekki hlakkar!
Ö

Zunderman said...

Ég skil ekki vinsældir lagsins - þetta er eitt það alslappasta sem The Killers hafa sent frá sér. Það er gelt og textinn hörmung. Jafnast á við það sem dunið á okkur frá íslenskum sveitaballahljómsveitum eins og "Í svörtum fötum." Allt rokkið sem var í "Bones" og "Mr. Brightside" er jarðað.

En það kemur sveit eftir þessa sveit.. Við höfum enn TV on the Radio

Anonymous said...

Ég er sammála þér að þetta er lélegt lag og textinn fáránlegur en hann segir samt "are we human or are we DENSER" semsagt erum við úr þykkari efni heldur en mennsku efni...

þess vegna er textinn hörmulegur af því það halda allir að hann segi Dancer.... sem er fáránlegt