Það er mikið að gera í skólanum. Ég er að fara í 80s þemað afmælispartý hjá Quinn á föstudaginn og Óskarspartý hjá Paolu á sunnudaginn. Ég fór að djamma á laugardaginn á bar þar sem voru fríir vodka-drykkir milli 11 og 12 og eins og þeir sem þekkja mig vita þá kann ég mér ekki hóf innan um frítt áfengi. Skyndilega fylltist staðurinn svo af körlum í kvennmannsfötum verst að þeir voru með fallegri fótleggi en við stelpurnar!
Það hefur verið frekar kalt undanfarið hérna í Stóra eplinu svo ég hef getað notað þykku úlpuna mína og það er ég mjög ánægð með.
2 comments:
Hvað heldurðu að mamma þín segi þegar hún frétti að þú sért að sækja einhverja sóðaklúbba?!
Eða pabbi þinn!!
Post a Comment