Wednesday, February 01, 2006
Þetta verður erfið önn, ég er að taka þrjú námskeið til eininga og eitt auka. Aukanámskeiðið er dýrabeinafræði grunnnámskeið og ekki veitir af en ég fæ enga einkunn eða einingar en samt. Ég tek eitt stórt lesnámskeið í NYU, Medieval Archaeology Reading Course, ein bók á viku takk. Námskeið hjá Tom, leiðbeinandanum mínum, Historical Ecology sem byggir á bók sem ég hef áður tekið svo það ætti að vera í lagi. Síðast en ekki síst er svo Linguistic Anthropology eða mannfræðileg málvísindi sem er skyldunámskeið. Námskeiðslýsingin sjálf er 11 bls. og lesefnið eftir því 5 langar greinar fyrir hverja viku og kennarinn er víst strangur í einkunnagjöf. Það verður gaman að læra um eitthvað svona alveg nýtt og við þurfum að lesa greinar eftir suma af helstu hugsuðum síðustu aldar s.s. Noam Chomsky, Pierre Bourdieu og fleiri, það er ágætt að neyðast til að lesa frumtexta eftir þessa gaura sem er alltaf verið að vitna í.
Dýrabeinanámskeiði verður skemmtilegt, í dag vorum við að vinna með owl pellets sem eru nokkurs konar ælubögglar með feldi og beinum þar sem uglur gleypa bráð sína heila og eru með tvo maga, úr öðrum æla þær því sem þær geta ekki melt. Í mínum köggli eru leifar af a.m.k. tveimur dýrum líklega pínulítilli húsamús og svo einhverju aðeins stærra nagdýri sem hafði mikinn ljósann feld. Sophia sem er kennarinn hafði aldrei séð svona feld í æluböggli. Ég þarf að greina hauskúpuna til tegundar til að vita af hvaða dýri þetta er. Það voru líka maðkar í þessu svona frekar vibbalegt allt saman en jafnframt heillandi. Svo fáum við líklega að kryfja seinna á önninni.
Mamma er svo að koma í heimsókn á föstudaginn, spennó!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
mmm...aelubogglar...eg fae alveg vatn i munninn bara!
Ég verð að játa að ég sé ekki alveg hvað er svona heillandi við æluböggla.
Oj
er það nú... ég ramba hér á síðuna þína í fyrsta skipti og pempían ég fékk gæsahúð all over...
take care í útlandinu,
kv. Laufey Broddad.
Post a Comment