Monday, April 10, 2006


Í dag krufði ég eitt stykki silkikanínu, sjá mynd, eða chinchilla eins og það útleggst á enskunni.

Voða krúttleg dýr ættuð úr Andes-fjöllum en þau eru víst frekar vinsæl gæludýr hér í landi og kosta í kringum $150, svona ekstra spes fín kanína enda miklu dýrari og þar af leiðandi betri.

Greyið sem ég krufði hafði því miður dáið á nokkuð kvalafullan hátt, iðrin voru sprungin og kviðarholið var allt fullt af mat. Hann hafði líklega ekki fengið nægilega mikið af grófmeti s.s. heyi og fræjum að borða og fengið garnaflækju. Krufningin var mjög lærdómsrík og ekki jafn ógeðfelld og ég hélt að hún myndi vera. Við hreinsuðum megnið af holdinu af beinunum, svo gröfum við restina í sand og látum maðkaflugu um að hreinsa beinin alveg. Beinin fara svo í samanburðarsafnið hjá skólanum.

Núna ætla ég að fara að gera ógeðslega leiðinlega og erfiða heimaprófið í Lingusitic Anthropology, ojbarasta!

Annars eru pabbi og co komin í Eplið en ég get ekki hitt liði fyrren á morgun því ég er ekki búin með prófið. Sé núna eftir að hafa ekki byrjað fyrr en það er of seint að fárast yfir því, um að gera að drífa þetta bara af og hananú.

2 comments:

Anonymous said...

Hvernig bragðaðist hún?

Anonymous said...

Gleðilega páska! Við sitjum hérna og hámum í okkur súkkulaði (alltaf gott að hafa afsökun fyrir því)Vona að þú hafir það gott Bína sæta:)
Kveðja Íris Elma