Sunday, April 02, 2006

Sumarið er komið með sumartíma og öllu, hitinn er að rokka milli 15°og 20°C, sólin skín eins og hún eigi lífið að leysa og allt er smán saman að grænka. Ég fékk mér labbitúr í Central Park á fimmtudaginn í yndislegu veðri, allt fullt af fólki. Andrúmsloftið í borginni er strax búið að breytast á einhvern óútskýranlegan en samt áberandi hátt. Svo les ég fréttir um snjó og vitleysu heima á klakanum! Hí á ykkur!

2 comments:

Anonymous said...

Eigum við þá bara að taka stuttbuxur og boli með til NYC?
Pabbi

Eyja said...

Ég er öfundsjúk.