Wednesday, April 19, 2006

Ég reyndi að fara að kjósa utankjörstaðar á ræðismannsskrifstofunni í New York. Það hafðist ekki vegna tæknilegra örðugleika. Lyfturnar í húsinu, allar sem ein, voru rafmagnslausar og ég og Ragnheiður Helga vorum ekki alveg að fara að labba upp 36 hæðir. Ég reyni aftur á föstudaginn þar sem það er lokað á morgun vegna sumardagsins fyrsta. Þessi ferð var samt ekki alveg til einskis þar sem ég hitti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson, hann var afar indæll og svo var líka gott veður.

1 comment:

Anonymous said...

Bína mín:
Slærðu hendinni við ókeypis líkamsrækt?