Thursday, September 28, 2006

Eitt orð: BANANI

Rostungar eru rosalega flott dýr og ég sá heila þrjá í Québec. Töff, töff töff

Wednesday, September 27, 2006

Dvölin í Québec var yndisleg, fullt af skemmtilegu fólki og fyrirlestrum og ég fékk 2. verðlaun í plakatasamkeppninni á ráðstefnunni. Þegar heim kom tók við sjúkt mikill lærdómur, ég flutti fyrirlestur í gær sem gekk glymrandi vel og svo er bara um að gera að halda áfram að hamast.
Ég er svo alveg að fara að eiga afmæli og mikið vildi ég að ég gæti haldið upp á það heima, ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að gera mér einhvern dagamun hér og þá hvernig.

Monday, September 18, 2006


Sumir (lesist Vaka Ýr Sævarsdóttir) hafa greinilega ekki verið að fylgjast með á blogginu undanfarið. Hér kemur skýring á því af hverju ég var á þessum vagni sem sjá má á mynd í færslunni hér að neðan.
Ég fékk smá styrk frá skólnum og þar sem Ameríkanar eru sérlega skrúðgönguglaðir þá tekur skólinn oft þátt í slíkum samkomum og er þá gjarnan með vagn (e. float). Nú á sunnudaginn var Mexican Day Parade til að fagna þjóðhátíðardegi Mexícó sem var þann 15. september. Ég stóð sem sagt á þessum vagni í um klukkutíma í merktum stuttermabol og veifaði mexíkóskum fána og horfið á fólk hrópa og kalla af engri sýnilegri ástæðu. Skemmtileg lífsreynsla samt.
Læt hér fljóta með aðra mynd frá gelluferð.is

Annars virðist líka leika vafi á því hvað ég sé að dröslast til Quebéc ég er sem sagt að fara á ráðstefnu The North Atlantic Biocultural Organization sem skólinn minn er ein af aðalsprautunum í. Dvalist verður í Kanada fram á sunnudag og ég er bara nokkuð spennt enda hef ég ekki komið til þess ágæta lands áður.

Hér er mynd af mér á vagninum í skrúðgöngunni margumræddu

Sunday, September 17, 2006

Það er mikill missir að Margrét Frímannsdóttir sé hætt í stjórnmálum, stórgáfuð og reynd kona sem hefur staðið sig vel.

Saturday, September 16, 2006

Ég fór í bíó með Paolu og Whitney vinkonu hennar. Við ætluðum á The Last Kiss en það var uppselt svo við fórum á The Black Dalhia. Það var slæm ákvörðun þar sem þetta er einhver leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð, 5 hauskúpur frá mér!
Viðbrögð fólksins í salnum bentu til þess að fleiri væru á sömu skoðun, það var mikið hlegið á vitlausum augnablikum, frekar fyndið.
Annars er ég bara að fara til Quebec á þriðjudaginn, við ætlum að keyra og þurfum að leggja af stað eldsnemma um morguninn, spennó, þetta er svona 10 klst akstur.
Ég þarf að vera í skrúðgöngu á sunnudaginn, á vagni eða float eins og Bandaríkjamenn kalla það. Þetta er Mexican Day Parade og hún er kl. 10 á sunnudagsmorgni, gaman.

Thursday, September 14, 2006

Það er rigning.
Í gær sáum ég og Hjördís skvísa Carson úr Queer Eye for the Straight Guy vera að labba á Herald Square. Hann var mega flottur í tauinu, með vatnsgreitt hár, geggjuð sólgleraugu og almennt afar töff.
Í kvöld er ég að fara á Íslendingabjórkvöld, verð aðeins að rækta ræturnar, þær þurfa tíma til að enduraðlagast amerísku þjóðfélagi eftir að hafa verið í burtu og svo með 4 landa í heimsókn.

Saturday, September 09, 2006

Gelluferð.is!
Í gær var algjör NYC dagur. Við byrjuðum á að sjá Söru Jessicu Parker í Lord & Taylor, hún var rosalega sæt og krúttleg og yndisleg og við vorum mjög Star-Struck.
Það var haldið á djammið og við vorum úti til rúmlega 4 í nýjum gellufötum.
Svo fórum við í Chinatown að kaupa feik handtöskur og það var mega ævintýri.

Núna er ég þreytt og nenni ekki að skrifa meira í bili.

Tuesday, September 05, 2006

Mikið er gott að vera byrjuð aftur í skólanum þó það sé strax orðið of mikið að gere. Það er líka gott að vera komin heim í rúmið sitt og dótið sitt og vera búin að þrífa og svona. Ég á bara eftir að hengja upp fötin mín.
Það er líka gaman að sjá alla sætu strákana hér.

Monday, September 04, 2006

Ég er komin heim og búin að sofa eina yndislega nótt í mínu rúmi.
Hér er ógnvekjandi grein um þróun mála í Bandaríkjunum.
Íbúðin var viðbjóðslega skítug þegar ég kom og er enn, ég nenni engan veginn að þrífa annarra manna skít á alveg nóg með minn eiginn óhreina þvott. Meira ruglið.
Annars beið mín bréf þegar ég kom, ég fékk smá styrk frá skólanum, geðveik ánægð með það.