Monday, September 18, 2006


Sumir (lesist Vaka Ýr Sævarsdóttir) hafa greinilega ekki verið að fylgjast með á blogginu undanfarið. Hér kemur skýring á því af hverju ég var á þessum vagni sem sjá má á mynd í færslunni hér að neðan.
Ég fékk smá styrk frá skólnum og þar sem Ameríkanar eru sérlega skrúðgönguglaðir þá tekur skólinn oft þátt í slíkum samkomum og er þá gjarnan með vagn (e. float). Nú á sunnudaginn var Mexican Day Parade til að fagna þjóðhátíðardegi Mexícó sem var þann 15. september. Ég stóð sem sagt á þessum vagni í um klukkutíma í merktum stuttermabol og veifaði mexíkóskum fána og horfið á fólk hrópa og kalla af engri sýnilegri ástæðu. Skemmtileg lífsreynsla samt.
Læt hér fljóta með aðra mynd frá gelluferð.is

Annars virðist líka leika vafi á því hvað ég sé að dröslast til Quebéc ég er sem sagt að fara á ráðstefnu The North Atlantic Biocultural Organization sem skólinn minn er ein af aðalsprautunum í. Dvalist verður í Kanada fram á sunnudag og ég er bara nokkuð spennt enda hef ég ekki komið til þess ágæta lands áður.

1 comment:

Anonymous said...

ú, Gellur.is :)

OK, ég er svoldið streg stundum... Hélt að þetta hefði eitthvað tengst Mexico-för þinni, en fannst það samt frekar skrýtið.

Kv. Treggáfaða Vaka