Í dag fékk ég tvö skemmtileg símtöl. Fyrst hringdi mamma og við spjölluðum lengi sem er alltaf gott. Stuttu seinna fékk ég símtal frá Ásgeiri litla bróður sem er búinn að vera heima veikur í 2 daga með hita og ælupest. Hann vildi endilega hringja í mig sagði pabbi. Ásgeir heldur að hann muni bara fá tvær jólagjafir en hann var voðalega sáttur með það. Krakkar eru svo fyndnir.
1 comment:
Æi hvað þetta er krúttilegt. Það er alla vega gott að vita að hann verður ekki fyrir vonbrigðum. Knús, ÁÁ
Post a Comment