Tuesday, December 12, 2006

Ég er búin að skila einni ritgerð í dag og þar með klára eitt námsskeið og ég er svakalega ánægð með mig. Núna er ég að hamast við að skrifa aðra ritgerð um kenningar í dýrabeinafornleifafræði og það er merkilega skemmtilegt.

Ég er ekki ánægð með nauðgunardóminn.
Vísir, 12. des. 2006 14:23
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku
Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur.

Mér finnst 1 milljón ekki neitt, það er ekki hægt að kaupa bíl lengur fyrir milljón, það er ekki einu sinni árslaun fyrir verkamann. Þetta er alveg fáránlega lítið.

No comments: