Hvernig væri að ég talaði aðeins um skólann hér á þessari netdagbók minni.
Ég hamast nú við að greina bein frá Grænlandi, það er rosalega gaman en líka erfitt. Selir eru skrítnar skepnur með undurfurðuleg bein sem er oft erfitt að átta sig á en ég er smán saman að ná tökum á þessu. Aðallega finnum við vöðuseli en líka stundum búta úr rostungshauskúpum og svo fann ég eitt bein úr blöðrusel. Inn á milli leynast líka hreindýr sem eru eins og stórar kindur en stundum eins og kýr. Ég fann líka fyrsta svínið á miðvikudaginn það fannst mér æðislegt.
Ég er líka að vinna í beinunum frá Kirkjubæjarklaustri. Þau eru frekar fyndin þar sem stór hluti þeirra er fagurblár á litinn vegna þess að jarðvegurinn er svo blautur.
Hér með ítrekast líka að ég kem heim að morgni þess 18. desember og er eins og áður hefur komið fram farin að hlakka mikið til að hitta alla og komast í smá jólastress!
Mig langar í nýjan síma en ég nenni ekki að finna út úr hvað ég þarf. Getur ekki bara einhver sagt mér hvað ég á að kaupa?
Hann þarf að vera ólæstur, með myndavél, dagatali, virka í USA, með góðan móttakara og endingargóða rafhlöðu og ekki skemmir fyrir ef hann er flottur á því!
1 comment:
Tja, sonyericsson W300i (held að hann heitir það :-p)
en hann er pínu dýr
saknaðarkveðjur
er að hljóta hægan dauðdaga yfir vistfræði B
Post a Comment