Tuesday, April 24, 2007

Frábært viðtal við Björk á Pitchfork. Ég er að fara á tónleikana hennar í Radio City Music Hall 2. maí og er gasalega spennt. Fyrst fer ég þó til Austin á ráðstefnu bandarískra fornleifafræðinga. Ég er líka mjög spennt fyrir því.
Það er búið að vera mjög heitt hér undanfarna daga, ég fór í sólbað í Central Park á sunnudaginn og sólbrann smá. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að kaupa sólvörn en hana er afar erfitt að finna í verslunum hér. Ég verð þó að redda mér einhverju áður en ég fer til Austin á morgun.

2 comments:

Anonymous said...

Bjarkarplatan verður mögnuð! Skemmtu þer vel a tonleikunum, þessir a Islandi voru snilld.

Kveðja

Hronn Konn said...

http://web.mac.com/rafnarnason/iWeb/Site/FD22F59B-DB3B-11DB-AF19-000D93797622_files/slideshow.html?slideIndex=40