Tuesday, September 25, 2007

Við Mike fórum á Bjarkar tónleika í Madison Square Garden í gær og það var æðilsegt. Ég var sjálf ekkert svo spennt, var alveg handviss um að þetta gæti ekki jafnast á við tónleikana í Radio City sem er mun minni sem ég fór á í vor. Raunin var hins vegar allt önnur, tónleikarnir voru magnaðir, húsið var nokkuð fullt og Björk var í miklu stuði. Hún tók alveg techno frá tíunda áratugnum á mörg lögin og það var stórfenglegt. Mike fannst líka mjög gaman samt var hann ekkert spenntur fyrir að fara og almennt ekki mikill aðdáandi Bjarkar.
Við fórum líka á ekta rokktónleika með The Black Lips í seinustu viku, þar sem var crow-surfað, hent bjór upp á svið, fólk stökk niður af svölum og ótrlúleg stemmning.
Nú sit ég inni í 29°C að slá inn beinagreiningargögn frá Kirkjubæjarklaustri, partý partý...

1 comment:

Vaka said...

Til hamingju með daginn Albína mín :)
Góða skemmtun í kvöld á Sparks,
knús Vaka