Heppni í óheppni! Einhverjum mun vera kunnugtu um að veskinu mínu var stolið þegar ég var í Antibes í Suður Frakklandi á fiskibeinaráðstefnu. Ég bjóst ekki við að sjá veskið nokkurn tíman aftur, það höfðu verið teknir $900 út af bandaríska debet kortinu mínu (sem ég fékk aftur frá bankanum sem betur fer) og þetta var að mínu mati verk afar slyngs alþjóðlegs glæpahrings. Í morgun er ég svo að lesa tölvupóstinn minn og er þar ekki bréf frá sendiráðinu í París. Veskið mitt hafði einhvernveginn ratað til ræðismannsins í Marseille og var nú í sendiráðinu og hvort ég vildi ekki fá það sent heim! Kannski er þetta aprílgabb nema það er ekki apríl....
Í fyrradag eldðuðum við Mike Pad tai með rækjum úr hinni frábæru Betty Crooker matreiðslubók og það var svakalega gott.
Veðrið hér er mjög gott núna, 11°C það hitnaði aftur en það hafði verið undir frostmarki í svona viku.
1 comment:
Gott að taskan fannst, stundum er alveg ótrúlegt hvernig hlutir enda hjá manni aftur :) Var þetta fjólubláa taskan sem þú keyptir þegar ég var hjá þér?
Hvaða myndband er þetta annars í færslunni á undan?
Post a Comment