Í dag er mjög heitt hérna í Nýju Jórvík. Í morgun þegar við Mike vorum að labba í neðanjarðarlestina sáum við kardinála fugl, hann var eldrauður og mjög fallegur. Vorið er aðeins farið að koma hér, tré farin að blómstra og svona.
Í tilefni þess að mamma er að koma í heimsókn í viku verður samt kulsalegt og rigning um helgina og í byrjun næstu viku.
Áætlanir sumarsins eru orðnar nokkuð skýrar, ég kem heim til Íslands 9. júní, verð í Flatey að grafa 16.-30. júní. Fer svo beint í Unst uppgröftinn á Hjaltlandseyjum 1. til 21. júlí. Kem þá aftur til Íslands og Mike kemur vonandi í heimsókn í byrjun ágúst. Ég fer svo út til New York aftur 13. ágúst.
1 comment:
Hæ Albína
Gaman að glugga hingað inn. Alltaf skemmtilegt að fá fregnir af þér.
Þú verður þá hvenær available í sumar samkvæmt færslunni ? (ef ske kynni að við náum að smella Árshátíð saumó á sama tíma)
Bestu kveðjur,
Marta
Post a Comment