Friday, April 01, 2005

Ekkert kalt vatn

Þegar ég ætlaði í sturtu í morgun kom í ljós að búið var að loka fyrir kalda vatnið. Var það vegna þess að einhver gröfukall hafði hakkað í sundur leiðslu við vinnu niðri á Hlemmi. Ég brá á það ráð að skoppa niður á nálæga sólbaðsstofu og fara í sturtu þar. Það var ágætt. Á leiðinni heim rakst ég svo á fyrrum sveitunga minn og skólafélaga úr MR. Hann hafði ég ekki hitt lengi. Við spjölluðum saman um daginn og veginn. Við hefðum ekki hittst þarna nema vegna klaufaskapar gröfumanns á Hlemmi. Svona er lífið nú skrítið og skemmtilegt.

Þetta blogg er skrifað í Öskju. Svolítið gaman að koma hingað því hér er allt öðruvísi og annað fólk en er í Árnagarði og Odda. Góð tilbreyting.

3 comments:

Anonymous said...

Hahaha ég veit hver þetta var sem hún hitti. Hann var í gömlu góðu strætó-140 klíkunni... Síðan hætti hann í MR.
Vaka.

Anonymous said...

Hahaha ég veit hver þetta var sem hún hitti. Hann var í gömlu góðu strætó-140 klíkunni... Síðan hætti hann í MR.
Vaka.

Albína said...

Ég gleymdi að segja að þetta var Ásgeir.