Já það hefur ýmislegt á daga mína drifið. Mamma vann miða á Houdini á föstudaginn svo við skelltum okkur. Ég mæli ekki sérstaklega með þessarri sýningu ég myndi segja að hún höfðaði helst til ungmenn og barna frá 5-16 ára og svo til karla á öllum aldri. Þetta var svona ekta helgarpabbasýnign, skemmtun fyrir börnin og brjóst fyrir pabbann.
Á laugardaginn tókum við Stefán meistaraverk, Inherit the Wind með Spencer Tracy. Algjör snilld, myndin fjallar um The Monkey Trial þegar réttað var yfir kennara í Suðurríkjunum fyrir að kenna þróunarkenningu Darwins. Myndin hefur allt til að bera, frábæra leikara, gott handrit, skarpa ádeilu aðeins einn galli er á gjöf Njarðar það eru kallar í öllum aðalhlutverkum.
Á sunnudagskvöldið fórum við mamma á Edit Piaf. Leikritið er ágætasta skemmtun en Brynhildur er algjör stjarna og ber sýninguna algjörlega uppi. Leikararnir standa sig reyndar allir með ágætum en handritið er ekki það beisið enda stendur sýningin vart án tónlistarinnar.
Ég er alveg á móti veðrinu núna.
1 comment:
Albína, femenistar og femensísk viðhorf eru til óþurftar. Þetta eru úr sér gengin viðhorf sem eiga ekki rétt á sér í dag, vegna þess að í dag kúga konur karla.
Post a Comment