Wednesday, March 22, 2006



Hér eru myndir af nokkrum af vinum mínum hér
Quin að dansa Thriller í afmælinu sínu og önnur af mér og Paolu, meira seinna ef ég neinni.
Á föstudaginn fór ég á snilldar Stereolab tónleika með Paolu, mæli með þeim. Á laugardaginn var hljómsveitin hans Norie, Prizetiger, að spila þeir voru rosalega skemmtilegir, á eftir þeim röppuðu svo hvítir hommar, það var frekar undarlegt.
Í gær fór ég með Paolu og Tony vinkonu hennar á Nublu sem er mjög skemmtilegur staður með brasilískt tónlistarþema og þar sá ég Karinu sem er snilld.
Ég er annars alvarlega að hugsa um að skella mér á Hróarskeldu í sumar, hvað finnst fólki um það? Önnur sumarplön eru að ég verð að vinna á Skriðuklaustri aftur, vei frá 19. júní til 18. ágúst og fer svo út aftur stuttu eftir það.

2 comments:

Anonymous said...

Bína mín.
Ertu í stöðugum partíum? Hvað um námið?

Guggan said...

hróarskelda...me wanna go:( hvernig er það annars...það maður að vera mjög frægur til að fá hlekk á síðuna þína?