Ég held ég sé að flytja til Frakklands, þar eru 400-500 uppgreftir á ári á vegum hins opinbera og það eru 1200 fornleifafræðingar í fastri vinnu plús sérfræðingar.
Ég fór niður að Ground Zero í fyrsta skipti í dag, þetta er ansi stór hola. Ég fór á tónleika með afrískum jazzista sem voru ansi skemmtilegir.
Mig langar svakalega mikið í skó sem eru eins ópraktískir og hugsast getur en ég þrái þá.
6 comments:
keyptu þá!!!
...og já,mér finnst að þú ættir að flytja til Frakklands því þá getum við búið þar saman (þar)næsta vetur og það væri svo rosar rosa gaman:)
Voðalega eru þessir skór eitthvað Albínulegir :)
Eru þeir ekki svipaðir í laginu og skórnir sem þú keyptir einhvern tímann fyrir árshátið í MR í 38 þrepum, svona ljós-beige og brúnir?
Svo vil ég fá að sjá mynd af nýjasta skartinu þínu ;)
Þú gætir leikið í Sex and the City þætti í þessum...æi, það er hætt að framleiða þá...
fínustu skór, passa rosalega við þig, keyptu þá!!!!!
Fyrsta sem mér datt í hug "vá hvað þetta eru albínulegir skór!"
Post a Comment