Saturday, September 16, 2006

Ég fór í bíó með Paolu og Whitney vinkonu hennar. Við ætluðum á The Last Kiss en það var uppselt svo við fórum á The Black Dalhia. Það var slæm ákvörðun þar sem þetta er einhver leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð, 5 hauskúpur frá mér!
Viðbrögð fólksins í salnum bentu til þess að fleiri væru á sömu skoðun, það var mikið hlegið á vitlausum augnablikum, frekar fyndið.
Annars er ég bara að fara til Quebec á þriðjudaginn, við ætlum að keyra og þurfum að leggja af stað eldsnemma um morguninn, spennó, þetta er svona 10 klst akstur.
Ég þarf að vera í skrúðgöngu á sunnudaginn, á vagni eða float eins og Bandaríkjamenn kalla það. Þetta er Mexican Day Parade og hún er kl. 10 á sunnudagsmorgni, gaman.

2 comments:

Anonymous said...

Québec er æði, og Montréal er með bestu súkkulaði-veitingastaði í öllu landinu!

Anonymous said...

Þú hefðir að fara að sjá Hollywoodland - hún var mjög góð. Og ég sé á öllu að ég þarf að heimsækja súkkulaðiveitingastaðina í Montreal...missti greinilega af þeim þegar ég var þar síðast...Föðursystirin - sú eina sanna :)